ILVA á Íslandi

ILVA á Íslandi

Opnunartímar
Mán-Föst:
11-18:30
Laug:
10-18
Sun:
12-18

ILVA
Korputorgi
Blikastaðavegi 2-8
112 Reykjavík

Leit

Vefverslun er tímabundið lokuð vegna viðhalds. Vinsamlegast snúið ykkur til verslunar ILVA Korputorgi.


Hvernig á ég að raða upp myndum?

Að raða upp myndum á vegg!
Myndir varðveitast betur ef þú forðast staði sem beint sólarljós skín á. Litir geta dofnað í myndum og verkum. Þess vegna – ekki hengja myndir á móti glugga í suður.
Ef þig langar að lýsa upp verk, forðist ljós sem skemma eins og UV-rík ljós eins og halogenljós. Rautt ljós eða sparnaðarlampar eru mjög góð (ekki gleyma L.E.D. perum!)
Forðist að setja lítinn ramma einann á stórann vegg... Finndu frekar stað milli tveggja glugga, milli húsgagna og þennan einstaka ramma fer best að setja á miðjan vegginn. Þvert á móti þá má setja stórann ramma á lítinn vegg ... fer bara eftir tilfinningunni.
Athugið, ekki hengja rammana of hátt ... rétt hæð er sú að miðjan á myndinni ætti að vera í augnhæð ... Svo það er ca. 160 cm frá gólfi!
Það er líka ágætist aðferð að raða römmunum á þinn hátt heldur en að raða öllum í augnhæð.
Áður en hengt er upp, raðaðu þeim á gólfið til að sjá útkomuna.
Lárétt lína, mjög hefðbundin leið til að hengja upp ramma er að það er ein miðjulína og allir rammarnir fara á hana.
En þú gætir valið að hengja þá frá útjaðri upp eða niður. Þetta útlit skapar nýtískulegt útlit ef þú ofnotar það ekki!

Þú getur einnig raðað römmunum í lóðrétta línu og raðað römmunum út frá miðjulínu eða eins og sést hér á myndinni, þá er römmunum raðað í beinni línu frá vinstri hlið rammana... tilgangurinn er að draga athyglina að römmunum.

Þar sem myndum er raðað í lóðrétta línu virðist vera hærra til lofts.

Hefðbundin uppröðun

Ef þú ert að hengja upp nokkra eins ramma eða af svipaðri stærð, hafðu þá nálægt hvor öðrum.
Minnkaðu bilið milli rammana ef á að raða þeim upp í einhver form. Dragðu línu ef þetta eru 3 rammar, ferning ef það eru 4 rammar og rétthyrning ef það eru 6 rammar... Þetta skapar eftirtekt.

Samsíða uppröðun
Þessi uppröðun hentar vel fyrir röð af litlum römmum bæði af sömu stærð og í mismunandi stærðum. Þú getur raðað upp römmum beint, lóðrétt eða lárétt. Þetta er tilvalin uppröðun yfir lágum skáp eða sófa...

Einnig getur uppröðunin verið lóðrétt eða lárétt.

Raðað upp í hin ýmsu form
Hugmyndin er að sameina rammana í hin ýmsu form. Allir ættu að geta áttað sig á því hvaða form eru á ferðinni.
Þú getur leitað eftir rétthyrningum, ferningum, sporöskjulaga, þríhyrning ....
Mundu eftir að láta myndina sem á að vera áherslupunkturinn vera fyrir miðju rétt við augnhæð. Skiptu síðan út 2 aðskildum römmum út fyrir 1 aðeins minni. Þetta veitir útlitinum vissan takt og orku.


Opnunartímar

Mánudaga - Föstudaga
  • 11:00 - 18:30
Laugardaga
  • 10:00 - 18:00
Sunnudaga
  • 12:00 - 18:00

ILVA á Íslandi

Website Monitoring