Dýnur

    Dýnur þarfnast ekki mikillar meðhöndlunar, það gildir um allar gerðir. En líkt og á við um bólstruð húsgögn þá á sér stað með tímanum ákveðin bæling í efnislagi – þetta hefur ekki áhrif á stuðning eða fjöðrun almennt. Hægt er að vinna gegn bælingu með því að snúa dýnunni reglulega við sem og hafa endaskipti á henni.

    Boxdýnur eru yfirleitt með lausa yfirdýnu sem snúa þarf reglulega. Margar yfirdýnur þola ekki þvott. Leitið eftir þvottamerki eða spyrjið leiðbeininga hjá ILVA. Sé notað teygjulak yfir dýnuna ætti að passa að yfirdýnan liggi ofaná teygjulakinu og breiða venjulegt lak yfir yfirdýnuna. Sé teygjulakið breitt yfir dýnuna og yfirdýnuna sameiginlega er meiri hætta á sliti.

    Dýnur ætti að ryksuga reglulega og hreinsa má burt bletti þoli áklæðið slíkt. Oft er best að nota hreint vatn.

    Það er mikilvægt að vel lofti um dýnuna. Það þarf ekki að viðra herbergið á hverjum degi en það er mikilvægt að dýnan sé á þannig undirlagi að vel lofti um dýnuna og það safnist ekki upp raki. Masónít plata undir dýnu eða sambærilegt efni getur leitt til rakavandamála, þá myndast oft dökkir myglublettir. Flóknari samsetning dýnu kallar á meiri loftun. Svampur og latex eru efni með fína eiginleika og veita mikil þægindi, en þá þarf líka að passa loftræstingu í herberginu.

    Margar dýnur nú til dags eru í rafmagnsrúmum sem hægt er að lyfta og stilla að vild. Passa þarf að dýnan sé ætluð í þesskonar rúm. Ef á að vera hægt að lyfta og stilla hæð í tvíbreiðu rafmagnsrúmi án þess að trufla makann þarf að passa að hafa smá loftrými á milli dýnanna. Þær mega því ekki liggja þétt saman. Athugið að nokkrar gerðir rafmagnsbotna þola ekki að maður sitji á brúnum rúmsins þegar það hefur verið hækkað upp. Spyrjið starfsfólk ILVA hvað rafmagnsbotninn þinn þolir.

    Orðabók sem vísar þér veginn

    Bonell

    Öflugar og stífar gormfjaðrir með góðri fjöðrun og langri endingu. Gormarnir hafa lögun tímaglass, standa hlið við hlið og eru bundnir saman með stálgormum. Veita takmarkaðan stuðning og eru frekar stífir. Eru aðallega notaðir í undirlag í boxdýnum.

    5 svæða

    Mjög margar ILVA dýnur hafa 5 svæða fjöðrun. Það þýðir að dýnan er uppbyggð af gormum með mismunandi sverleika vírs til að veita líkamanum sem bestan stuðning. T.d. gefa gormar á mjaðmasvæði mun meira eftir en þeir sem eru á axlasvæði. Þannig næst mjög góður stuðningur við allan líkamann og þar með betri nætursvefn.

    Pokagormar

    Sveigjanlegar málmfjaðrir klæddar hólkum úr nálafilti. Hver gormur vinnur sjálfstætt og veitir líkamanum góðan stuðning. Tunnulaga uppbygging og fjöldi snúninga á gormi veitir sérstaklega góða fjöðrun og langa endingu.


    Viskó-teygjusvampur

    Viskó-teygjusvampur var þróaður af NASA til að veita geimförum sem besta mögulega hvíld úti í geimnum. Efnið bregst við þyngd og varma, sem gerir svampinn lungamjúkan, og þar með næst besti mögulegi stuðningur með lágmarksþrýstingi á mjaðma- og axlasvæði. Mælt er með viskó-teygjusvampi fyrir þá sem þjást af bak- og vöðvaverkjum, gigtarverkjum, lélegu blóðflæði, svefnerfiðleikum, legusárum, stirðleika og eymslum. Þú nærð betri nætursvefni og eykur þar með lífsgæði þín.

    Fjölpokagormar

    Svipuð uppbygging og í pokagormum en minna þvermál sem veitir í staðinn möguleika á fleiri gormum pr.m2. Þessir mjóu margsnúnu gormar veita einstaka fjöðrun með hugvitsamlegu byggingarlagi sínu. Frábær fjöðrun og gott burðarþol veita líkamanum hámarks stuðning og um leið framúrskarandi þægindi.

    Latex

    Latex er teygjanlegt og formfast náttúruefni sem unnið er úr safa gúmmítrésins. Latex er hentugt fyrir ofnæmissjúka og veitir góðan stuðning og andar vel.